SLEGGJAN
Þjónustuverkstæði atvinnutækja

Alhliða þjónusta fyrir atvinnubifreiðar og aftanívagna byggð á áratuga reynslu og þekkingu.
Markmið Sleggjunnar er að bjóða viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu hvenær sem þörf er á.
Traust - Áræðni - Fagmennska
Þjónusta vöru- og hópferðabíla Mercedes-Benz flyst til Sleggjunnar.

Sleggjan mun nú framkvæma allt þjónustuviðhald, viðgerðir, innkallanir, ábyrgðarviðgerðir og fleira sem áður var framkvæmt hjá Öskju fyrir Mercedes Benz vöru- og hópbifreiðar.
Til viðbótar því að vera viðurkenndur þjónustuaðili Mercedes Benz vöru- og hópbifreiða, þá er Sleggjan það einnig fyrir Unimog og Meiller eftirvagna.
Öll önnur vörumerki vöru- og hópbifreiða og eftirvagna verða áfram velkomin í þjónustu til Sleggjunnar líkt og áður.
Þjónustuverkstæði Sleggjunnar er á tveimur stöðum, Desjamýri 10, Mosfellsbæ og Klettagörðum 4, Reykjavík.
Á báðum stöðum er lögð áhersla á að veita alla þá þjónustu sem viðskiptavinurinn þarfnast. Þó er lögð áhersla á forgreiningu og hraðþjónustu í Klettagörðum og smurþjónusta mun fara fram í Desjamýri.

Hraðþjónusta

Við vitum hversu mikilvægt það er að tækin stoppi ekki vegna smábilana. Komdu við hjá okkur og við munum koma þínu tæki aftur í vinnu fljótt og örugglega.

Sækjum og skilum

Sækjum aftanívagna til viðgerðar á stór Reykjavíkursvæðið og skilum aftur að viðgerð lokinni gegn hóflegu gjaldi.
Okkar þjónusta:
Flotastýring

Láttu okkur sjá um þinn tækjaflota.
Bjóðum uppá alhliða viðgerðir fyrir flestar gerðir atvinnubifreiða, stórar sem smáar.
Vörubifreiðar

Bjóðum uppá alhliða viðgerðir fyrir flestar gerðir stærri vöruflutningabifreiðar.
Hópferðabifreiðar / Rútur

Sleggjan er viðurkenndur þjónustuaðili Mercedes-Benz og Setra hópferðabíla.
Vilt þú vinna með okkur?
