fleet3

Flotastýring

line2

Í samvinnu við viðskiptavininn ákveðum við fyrirfram þjónustuskoðanir, eins og til dæmis smurþjónustu, fyrir árlega skylduskoðun ökutækis og almennt eftirlit til að draga úr þeirri hættu að tækið bili án nokkurs fyrirvara.

Komdu til okkar og láttu okkur sjá um eftirlit með tækjunum. Þú getur þá einbeitt þér að því sem þú átt að vera að gera.

Víðtæk þjónusta

line6

Flotastýring er þjónusta sem nýtist fyrirtækjum sem eiga eða reka flota af atvinnubifreiðum og vögnum.

Reynsla okkar hefur sýnt að í mörgum fyrirtækjum líkt og í dreifingar- og framleiðslufyrirtækjum, heildsölum og flutningafyrirtækjum er í raun enginn ákveðin flotastjóri. Það er því engin sem ber ábyrgð á að koma tækjum í gegnum árlega skylduskoðun og reglulegt smur og annað viðhald. Það gefur enga yfirsýn yfir ástand flotans og getur verið mjög kostnaðarsamt þegar atvinnutæki þarf að fara í reglulegt viðhald án fyrirvara og er því frá vinnu. Með góðu skipulagi og yfirsýn skapast öryggi sem dregur úr líkum á tekjutapi.

Láttu okkur sjá um þinn tækjaflota. Við skipuleggjum fram í tímann smurþjónustu og reglulegt viðhald, komum tækinu í gegnum árlega skylduskoðun allt eftir þínu vinnuplani.

 

 

Þjónustuþættir

  • Bilanagreining
  • Viðgerðir á bremsu-, hjóla- og stýrisbúnaði bifreiðar.
  • Viðgerðir á ljósa- og rafmagnsbúnaði.
  • Vélaviðgerðir
  • Alhliða smurþjónusta
  • Yfirferð fyrir árlega skylduskoðun ökutækja

Umsögn frá viðskiptavin

line5

"Við höfum sótt þjónustu til Vörubíla- & Vinnuvélaverkstæðið í nær 15 ár. Mín fyrstu kynni af þeim var árið 2007 og voru þannig að við höfðum lent í brasi og misst hjól undan vagni og allt í veseni. Þá spurði þáverandi framkvæmdastjóri mig hvort ég væri ekki búinn að hringja í strákana á Vöva. Ég svaraði því játandi og sagði hann þá, "þá verður þetta allt í góðu“.  

"Þeir breðgast hratt og vel við öllum okkar þjónustubeiðnum og við fáum virkilega góða þjónustu“.  

-Pétur Gísli Jónsson, dreifingarstjóri Skeljungs

Sleggjan Þjónustuverkstæði ehf.

Desjamýri 10, 270 Mosfellsbæ
Klettagarðar 4, 104 Reykjavík

Opnunartímar: 8-17 mán-fim,
8-16 fös.

Sími/Tel.: +354 588 4970

sleggjan@sleggjan.is

Kt: 650190-1309

Vsk: 20711

FF2014-2017_200

Vilt þú vinna með okkur?

Hefur þú áhuga á að vinna með frábærum og samheldnum hóp?

Sendu okkur umsókn og þú gætir orðið hluti af #Team_Sleggjan

VogV_ReiknLit-300

Við kveðjum gamla nafnið okkar en höldum áfram að vera sama gamla góða fyrirtækið.