Við hjá Sleggjunni atvinnubílum ehf. erum ánægð að tilkynna að við höfum tekið við sölu- og þjónustuumboði fyrir hin virtu vörumerki Faymonville og MaxTrailer.
Þetta samstarf markar mikilvægan áfanga og eykur framboð okkar á gæðavögnum til íslenskra viðskiptavina, auk þess sem við munum bjóða upp á varahluti og þjónustu.
Faymonville og MaxTrailer eru þekktir fyrir framúrskarandi framleiðslu á eftirvögnum, vélavögnum og sérhæfðum lausnum fyrir flutninga á stórum og þungum farmi. Með því að bæta þessum vörumerkjum við okkar vöruframboð, getum við nú boðið viðskiptavinum okkar enn meiri fjölbreytni og gæði þegar kemur að lausnum fyrir flutninga og byggingariðnað.
Við erum staðráðin í að veita okkar viðskiptavinum bestu mögulegu þjónustu og með stuðningi frá Faymonville og MaxTrailer getum við tryggt að allir viðskiptavinir fái faglega þjónustu og stuðning.
Starfsfólk okkar mun sækja sér viðeigandi þjálfun til að sinna viðhaldi og viðgerðum á þessum vögnum, auk þess sem við bjóðum upp á söluráðgjöf og sérsniðnar lausnir í samstarfi við söluteymi Faymonville til að mæta þörfum hvers og eins.
Þetta er stórt skref fyrir okkur hjá Sleggjunni og við erum spennt fyrir þeim tækifærum sem þetta nýja umboð býður upp á.
Við hlökkum til að þjónusta gamla sem nýja viðskiptavini með þeim framúrskarandi lausnum sem Faymonville og MaxTrailer bjóða upp á. Við hvetjum alla til að hafa samband við okkur til að fá frekari upplýsingar um vöruúrvalið og þjónustuna.
Til að fá nánari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við okkur í síma 588-4970 eða með því að senda tölvupóst á sala(hja)sleggjan.is