eActros 600 tilbúinn á lengri leiðir
eActros 600 var frumsýndur í lok árs 2023. Yfir 600 kílóvattstunda rafhlaða skýrir nafngiftina 600, og nýr, sérstaklega skilvirkur rafknúinn drifás, sem var þróaður af Mercedes-Benz, gera bílnum kleift að ná drægni upp á 500 kílómetra án hleðslu. Þessi drægni næst við mjög raunsæjar og hagnýtar aðstæður með heildarþyngd vagnlestar upp á 40 tonn og getur verið verulega lengri eftir aksturslagi og leið. eActros 600 mun jafnvel geta farið yfir 1.000 kílómetra á dag með hleðslu í lögboðnum hléum bílstjóra, jafnvel án megavattshleðslu er þetta mögulegt, að því tilskildu að hleðslumöguleikar séu í boði. Auk CCS-hleðslu með allt að 400 kW mun eActros 600 einnig styðja megavattshleðslu (MCS) seinna meir.