eActros 600

Vörubíll ársins 2025

  • 100% rafmagn
  • Allt að 500km drægni miðað við 40t heildarþyngd
  • Hleðslugeta 400Kw, stækkanleg í 1000 Kw

eActros 600 tilbúinn á lengri leiðir

eActros 600 var frumsýndur í lok árs 2023. Yfir 600 kílóvattstunda rafhlaða skýrir nafngiftina 600, og nýr, sérstaklega skilvirkur rafknúinn drifás, sem var þróaður af Mercedes-Benz, gera bílnum kleift að ná drægni upp á 500 kílómetra án hleðslu. Þessi drægni næst við mjög raunsæjar og hagnýtar aðstæður með heildarþyngd vagnlestar upp á 40 tonn og getur verið verulega lengri eftir aksturslagi og leið. eActros 600 mun jafnvel geta farið yfir 1.000 kílómetra á dag með hleðslu í lögboðnum hléum bílstjóra, jafnvel án megavattshleðslu er þetta mögulegt, að því tilskildu að hleðslumöguleikar séu í boði. Auk CCS-hleðslu með allt að 400 kW mun eActros 600 einnig styðja megavattshleðslu (MCS) seinna meir.

Nútímaleg hönnun.

Sannkallað augnayndi og skýr yfirlýsing um rafmagnaða framtíð flutninga: eActros 600 er byltingarkennd hönnun. ProCabin-ökumannshús með framlengdum framhluta og státar af einstaklega nútímalegu útliti. Loftmótsstaða er minnkuð með bættri undirvagnsklæðningu og viðbótarþéttingum. Nýstárleg LED-aðalljós og dökkt króm fullkomnar heildarútlitið.

Nánari upplýsingar um eActros 600 á vefsíðu Mercedes-Benz Trucks

Ítarlegri upplýsingar um eActros 600 má nálgast á vefsíðu Mercedes-Benz.

Viltu vita meira um eActros 600? Við erum til staðar fyrir þig, sendu okkur fyrirspurn og við svörum eins fljótt og auðið er.

Ólafur Þór Þórðarson

Sölustjóri vörubifreiða