Landfari samanstendur af samheldnum og skemmtilegum hóp.
Okkur er umhugað um starfsfólk okkar og leitumst til að skapa jákvætt, heilbrigt og skemmtilegt starfsumhverfi þar sem hver einstaklingur hefur kost á að dafna og þróast í starfi.
Verkstjóri á vöru- og hópbifreiðaverkstæði Landfara
Landfari ehf. sem er umboðsaðili fyrir Mercedes-Benz vöru- og hópbifreiða, Setra og Unimog óskar eftir verkstjóra á verkstæði. Starfsstöðin er staðsett í Desjamýri 10 Mosfellsbæ.
Landfari óskar eftir áhugasömum og duglegum einstaklingum til að ganga til liðs við okkur á nýju verkstæði okkar að Álfhellu 15, Hafnarfirði, sem opnar á vordögum 2025.
Landfari Óskar eftir að ráða starfsmann í vagnaviðgerðir á vinnustöð sína í Klettagörðum 5 i til að sinna viðgerðum og viðhaldi á vögnum og gámalyftum.