8. júlí 2024
eActros 600 - straumhvörf í orkuskiptum
Nú er hægt að tryggja sér eActros 600 rafmagnsvörubíl til afhendingar eftir áramót.
Þann 1. júlí var opnað fyrir sölu á eActros 600, vörubíl sem mun valda straumhvörfum í orkuskiptum í flutningum. eActros 600 er með 600 kwH rafhlöðu og 500 km drægni miðað við 40 tonna heildarþyngd*, og hefur sú drægni verið staðfest með reynsluakstri, nú síðast í 13.000 km reynsluakstri um flest lönd í Evrópu, allt frá norður Noregi til syðsta hluta Spánar. Bíllinn tekur við 400kw CCS hleðslu með uppfærslumöguleika í 1MW (MCS). Rafhlaðan getur þá verið hlaðin frá 20-80% á innan við 30 mínútum. Hámarksafl er 600KW sem samsvarar um það bil 800 hestöflum. Nánari upplýsingar veita sölumenn Sleggjunar, sala@sleggjan.is
*miðað við 20°C útihita