18. júlí 2024

Icelandia fær nýja Mercedes-Benz Tourismo bíla

Frrá vinstri, Deniz Kuluhan, Björn Ragnarsson forstjóri Icelandia, Thomas Tonger og Sigurður Steinsson sölustjóri hópferðabíla hjá Sleggjunni

Sleggjan fékk góða heimsókn frá DaimlerBus á dögunum, þá Thomas Tonger sölustjóra DaimlerBus í Evrópu og Deniz Kuluhan markaðsstjóra.

Þeir nýttu tækifærið og heimsóttu nokkra viðskiptavini Sleggjunar þar sem þeir fengu innsýn í rekstur þeirra, ásamt því sem þeir sögðu frá því helsta sem er á döfinni hjá DaimlerBus.

Í einni slíkri heimsókn notuðum við tækifærið og afhentum Icelandia 2 nýja Tourismo bíla. Myndin er tekin við það tækifæri, þar eru frá vinstri, Deniz Kuluhan, Björn Ragnarsson forstjóri Icelandia, Thomas Tonger og Sigurður Steinsson sölustjóri hópferðabíla hjá Sleggjunni.

Sleggjan óskar Icelandia innilega til hamingju með nýju bílana og þökkum fyrir viðskiptin og traustið!

"Mercedes-Benz Tourismo bílar hafa verið að koma mjög vel út í okkar rekstri og það er sérlega ánægjulegt að fá þessa góðu gesti til að afhenda okkur nýjustu viðbótina í flotann okkar." sagði Björn Ragnarsson forstjóri Icelandia við þetta tækifæri.