Það var okkur mikil ánægja að hljóta viðurkenningu frá VR sem fyrirmyndarfyrirtæki nú fyrir stuttu. Við hjá Landfara leggjum mikið upp úr skemmtilegu og uppbyggilegu starfsumhverfi þar sem metnaðarfullir einstaklingar fá tækifæri til að þróast og vaxa í starfi með öflugri mennta- og þjálfunarstefnu. Góður starfsandi og liðsheild eru gildi sem eru í hávegum höfð hjá okkur og því tökum við fagnandi á móti þessari góðu viðurkenningu frá VR í munum nýta sem hvatningu til að gera enn betur í framtíðinni.
Takk fyrir okkur,
Landfari