Nú þegar árið er hálfnað sýna skráningartölur að ferðaþjónustuaðilar sem reka hópferðabíla setja traust sitt á Mercedes-Benz sem ber höfuð og herðar yfir aðrar tegundir í fjölda nýskráninga. Það á bæði við um minni og stærri hópferðabíla.
Hjá Sleggjunni atvinnubílum er búið að afhenda nokkra Mercedes-Benz Tourismo til viðskiptavina á síðustu mánuðum. Þessir bílar hafa verið með vinsælustu hópferðabílum á Íslandi um langt árabil og hafa reynst eigendum sínum mjög vel. Icelandia, GJ Travel, Snæland Grímsson og SBA Norðurleið hafa verið að taka þessa bíla í notkun og von er á fleiri Tourismo og Setra bílum á þessu ári.