18. júní 2024

Mercedes-Benz langvinsælasti hópferðabíllinn

Mercedes-Benz-hópferðabíll-snæland-grímsson

Nú þegar árið er hálfnað sýna skráningartölur að ferðaþjónustuaðilar sem reka hópferðabíla setja traust sitt á Mercedes-Benz sem ber höfuð og herðar yfir aðrar tegundir í fjölda nýskráninga. Það á bæði við um minni og stærri hópferðabíla.

Hjá Sleggjunni atvinnubílum er búið að afhenda nokkra Mercedes-Benz Tourismo til viðskiptavina á síðustu mánuðum. Þessir bílar hafa verið með vinsælustu hópferðabílum á Íslandi um langt árabil og hafa reynst eigendum sínum mjög vel. Icelandia, GJ Travel, Snæland Grímsson og SBA Norðurleið hafa verið að taka þessa bíla í notkun og von er á fleiri Tourismo og Setra bílum á þessu ári.

Mercedes-Benz-hópferðabíll-fly-bus

Bílarnir eru frá 48 – 63 farþega og eru búnir öllum öryggisbúnaði og þægindum sem framleiðendur bjóða í dag. Nú í sumar tekur í gildi ný reglugerð um öryggisbúnað hópferðabíla í Evrópu, GSR II. Bílar sem hafa verið afhentir síðustu vikur eru með þeim búnaði sem krafist er samkvæmt nýju reglunum. Má þar nefna hliðarskynjara bæði hægra og vinstra megin sem skynja alla hreyfingu við hlið bílsins og gera ökumanni viðvart ef möguleiki er á árekstri en það eykur öryggi hjólandi og gangandi vegfarenda umtalsvert.

Því til viðbótar eru bakkmyndavélar og öflugt akstursstoðkerfi sem grípur inn í ef ökumaður missir athygli ásamt fleiri atriðum sem gera akstur og notkun þessara bíla mun öruggari. Þrátt fyrir að ekki sé búið að innleiða þessa reglugerð í íslensk lög þá kjósa okkar viðskiptavinir að útbúa sína bíla ávallt með besta mögulega öryggisbúnaði fyrir farþega, ökumann og aðra vegfarendur.

Mercedes-Benz-hópferðabíll-sba-norðurleið

Í allt verða 20 stórir hópferðabílar afhentir til viðskiptavina frá Sleggjunni atvinnubílum ehf. á þessu ári. Eins og staðan er núna er gríðarleg eftirspurn eftir hópferðabílum hjá Mercedes-Benz og afgreiðslufrestur því nokkuð langur. Nú þegar er búið að ganga frá sölu á allnokkrum bílum til afhendingar árið 2025.

Sjá úrval hópferðabíla
Mercedes-Benz-hópferðabíll-gj-travel