Nær eingöngu Mercedes-Benz í flotanum
Nú í sumar og haust afhenti Sleggjan atvinnubílar ehf. Snæland Grímssyni tvo nýja Mercedes-Benz Tourismo hópferðabíla, 63 og 53 farþega. 53 farþega bíllinn er 12,25 m að lengd og nýtist plássið einstaklega vel og rúmar bíllinn farþega vel.
Snæland Grímsson ehf. er rótgróið fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu.
Fyrirtækið var stofnað af Snæland Grímssyni og fjölskyldu hans árið 1945. Fyrirtækið hefur alla tíð síðan lagt áherslu á persónulega þjónustu sem byggð er á áratuga reynslu og þekkingu á íslenskri ferðaþjónustu. Snæland Grímsson ehf. starfar með völdum íslenskum ferðaþjónustuaðilum og á auk þess í samstarfi við margar af helstu ferðaskrifstofum Evrópu.
Bílafloti þeirra er nær eingöngu frá Mercedes-Benz og telur í dag 40 bíla. Sleggjan atvinnubílar óskar þeim hjartanlega til hamingju með nýju bílana.
Við brugðum okkur í bíltúr og tókum upp 2 myndbönd í fallegu umhverfi á Bláfjallavegi.