"Bílar frá Mercedes-Benz hafa reynst okkur afskaplega vel í gegnum tíðina og við teljum þá vera það besta sem hægt er að bjóða okkar farþegum" sagði Stefán Gunnarsson forstjóri.
Þeir Stefán Gunnarsson forstjóri og Eðvarð Williamsson framkvæmdastjóri voru kampakátir þegar þeir fyrir hönd GJ Travel tóku við tveimur nýjum hópferðabílum sem starfsmenn Sleggjunar atvinnubíla, þeir Sigurður Steinsson sölustjóri hópferðabíla, og Gunnar Andri þjónustustjóri afhentu þeim í höfuðstöðvum GJ Travel á Kársnesi í Kópavogi á dögunum.
Þar var um að ræða 63 sæta Mercedes-Benz Tourismo 17 RHD, og 48 sæta Setra S516, báðir bílarnir á 3 öxlum og mjög vel búnir, bæði hvað varðar aðstöðu fyrir farþega og bílstjóra.
Sleggjan óskar GJ travel til hamingju með þessa glæsilegu bíla um leið og við þökkum fyrir viðskiptin og traustið!